Selfoss vann aldursflokkamót HSK 11-14 ára

Selfoss vann aldursflokkamót HSK 11-14 ára

HSK-mót yngri flokka voru haldin í Þorlákshöfn laugardaginn 16. júní sl. Selfyssingar náðu mjög góðum árangri á 11-14 ára mótinu. Samtals fengu krakkarnir 52 verðlaun, þar af 28 gullverðlaun, 17 silfurverðlaun og 7 bronsverðlaun, auk þess sem þau sigruðu stigakeppnina með 289,5 stig. Næsta félag var með 203 stig.

Stigahæsti einstaklingur mótsins var Helga Margrét Óskarsdóttir, 11 ára, en hún vann allar 5 greinarnar sem hún keppti í og skilaði okkur 30 stigum ásamt Styrmi Dan Steinunnarsyni, 13 ára, úr Þór Þorlákshöfn en hann æfir hér hjá okkur á Selfossi. 

Besta afrek mótsins skv. stigatöflu FRÍ vann Harpa Svansdóttir, 13 ára, en hún fékk 985 afreksstig fyrir að stökkva 4,82 m í langstökki. Halla María Magnúsdóttir, 13 ára, gerði sér lítið fyrir og setti Íslandsmet í kúluvarpi þegar hún varpaði kúlunni (2 kg) 12,99 m og bætti metið um hálfan metra. Glæsilegur árangur hjá þessum stelpum eins og öllum hinum Selfosskrökkunum sem voru öll að bæta sig.

Árangur mótsins má sjá á heimasíðu FRÍ http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/timesedillib1881.htm