Selfosskrakkar á Bronsleikum ÍR

Selfosskrakkar á Bronsleikum ÍR

Bronsleikar ÍR voru haldnir í Frjálsíþróttahöllinni í Reykjavík þann 29. september sl. Það voru 170 sprækir krakkar sem spreyttu sig í fjölbreyttum þrautum þar sem leikgleðin var í fyrirrúmi.Níu keppendur frá frjálsíþróttadeild Selfoss kepptu í flokki 8 ára og yngri og stóðu þau sig frábærlega. Í flokki 9-10 ára voru 2 keppendur frá Selfossi og kepptu þeir með ÍR-ingum og stóðu sig mjög vel í skemmtilegri keppni. Að lokum var öllum keppendum afhentur viðurkenningarpeningur. Frábært mót þar sem allir keppendur njóta sömu tækifæra og allir eru sigurvegarar. Á myndinni má sjá keppendur frá frjálsíþróttadeild Selfoss í flokki 8 ára og yngri ásamt Rúnari Hjálmarssyni þjálfara.