Selfosskrakkar á Héraðsleikum í frjálsum

Selfosskrakkar á Héraðsleikum í frjálsum

Laugardaginn 1. mars fóru fram Héraðsleikar HSK í frjálsum íþróttum. Það var einbeittur og flottur hópur frá Selfossi sem mætti á mótið sem fór fram í íþróttahúsinu á Hellu. 8 ára og yngri kepptu í þrautarbraut sem samanstendur af ýmsum þrautum sem eru undirbúningur fyrir keppnisgreinar framtíðarinnar og 9-10 ára kepptu í ýmsum greinum. Krakkarnir stóðu sig frábærlega og það verður spennandi að fylgjast með þeim í framtíðinni.