Sex gullverðlaun á Vormóti Fjölnis 9-14 ára

Sex gullverðlaun á Vormóti Fjölnis 9-14 ára

Sex keppendur frjálsíþróttadeildar Selfoss skunduðu ásamt þjálfara sínum á Vormót Fjölnis þann 9. júní sl.

Hákon Birkir Grétarsson krækti sér í þrenn gullverðlaun í flokki 12-13 ára pilta. Hann sigraði  í 100 m hlaupi á tímanum 13,53 sekúndum, í kúluvarpi er hann kastaði 10.97 m og í langstökki er hann flaug 5.05 m.

Dagur Fannar Einarsson sigraði í 800 m hlaupi í sama flokki á tímanum 2:27,49 mínútum sem er aðeins 1 sekúndu lakari tími en gildandi HSK met í 13 ára flokki. Hann hljóp síðan næst hraðast online casino allra í 100 m hlaupi á tímanum 14,17 sekúndum og stökk 4,23 m í langstökki sem dugði til fjórða sætis.

Hjalti Snær Helgason kastaði kúlunni 7,64 m og hlaut bronsverðlaun að launum í flokki  12-13 ára pilta og hann stökk 4,26 m í langstökki og varð fjórði.

Hildur Helga Einarsdóttir kastaði lengst allra í kúluvarpi í flokki 12-13 ára telpna er hún kastaði kúlunni 11,30 m og Bríet Bragadóttir sigraði í 100 m hlaupi í sama flokki á tímanum 14,10 sekúndum og hlaut bronsverðlaun í langstökki með 4,30 m langt stökk.

Tags: