Sextán grunnskólamet slegin

Sextán grunnskólamet slegin

188 keppendur úr 1.-10. bekk Vallaskóla, Sunnulækjarskóla og Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri (BES) tóku þátt í 15. Grunnskólamóti Árborgar sem haldið var á frjálsíþróttavellinum á Selfossi þann 6.júní. Glæsilegur árangur náðist í mörgum greinum og voru sextán grunnskólamet slegin á mótinu. Byrjað var að skrá met upp á nýtt í fyrra þegar mótinu var breytt í utanhússmót.

Teitur Örn Einarsson úr Vallaskóla sló þrjú grunnskólamet í flokki 9.-10. bekkja, í kúluvarpi, spjótkasti og langstökki. Hann sigraði jafnframt í öllum fjórum greinunum í sínum flokki. Í sama flokki bar Andrea Vigdís Victorsdóttir úr Vallaskóla einnig sigur úr bítum í öllum fjórum greinunum og setti grunnskólamet í spjótkasti. Harpa Svansdóttir úr Vallaskóla setti grunnskólamet í langstökki í flokki 7-8. bekkja og sigraði í öllum fjórum greinunum. Í sama flokki sigraði Pétur Már Sigurðsson úr Sunnulækjarskóla í þremur greinum en Guðjón Baldur Ómarsson úr Vallaskóla vann í spjótkastkeppninni. Í flokki 5.-6. bekkja sigraði Barbára Sól Gísladóttir úr Vallaskóla bæði í 60 m. hlaupi og kúluvarpi auk þess sem hún setti nýtt grunnskólamet í kúluvarpi. Katharína Sybylla Jóhannsdóttir úr Vallaskóla sigraði í langstökki og setti um leið nýtt grunnskólamet. Viktor Ísar Stefánsson úr Sunnulækjarskóla sigraði í kúluvarpi með nýju grunnskólameti en Hákon Birkir Grétarsson úr Vallaskóla sigraði í 60 m. hlaupi og langstökki.

Í flokki 1.-4. bekkinga fengu allir þátttökuverðlaun en átta grunnskólamet litu dagsins ljós hjá yngstu keppendunum. Í 4.bekk setti Hjalti Snær Helgason úr Vallskóla grunnskólamet bæði í langstökki og kúluvarpi og Eva María Baldursdóttir úr Vallaskóla setti grunnskólamet í langstökki. Í 3. bekk settu Björn Jóel Björgvinsson úr Vallaskóla og Sunna Maríanna Kjartansdóttir úr BES grunnskólamet í kúluvarpi og Hans Jörgen Ólafsson úr Vallaskóla setti grunnskólamet í langstökki. Í 2. bekk setti Karólína Helga Jóhannsdóttir Vallaskóla grunnskólamet í langstökki og að lokum setti Veigar Þór Víðisson úr BES grunnskólamet í langstökki í 1. bekk.

Úrslit mótsins má sjá á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands www.fri.is undir liðnum mótaforrit.