Síðasta Grýlupottahlaup ársins

Síðasta Grýlupottahlaup ársins

Sjötta og síðasta Grýlupottahlaup ársins 2015 fer fram á Selfossvelli laugardaginn 30. maí.

Skráning hefst kl. 10:30 en hlaupið er ræst af stað kl. 11.00 og er fólk hvatt til að mæta tímanlega til að forðast biðraðir.

Allir sem lokið hafa fjórum hlaupum fá viðurkenningu og verður verðlaunaafhending laugardaginn 6. júní kl. 11:00 við Tíbrá, félagsheimili Ungmennafélags Selfoss.