Silfurleikar ÍR 2014

Silfurleikar ÍR 2014

Meistarahópur Selfoss átti  fimm keppendur á Silfurleikum ÍR í frjálsíþróttum sem fram fóru í Laugardalshöllinni laugardaginn 15. nóvember  síðastliðinn. Afrakstur þessa móts var tvö gull og þrjú bronsverðlaun auk fjórtán persónulegra bætinga.

Harpa Svansdóttir sigraði með yfirburðum í kúluvarpi 15 ára stúlkna með 11,04 m (3 kg) sem er bætingu um hálfan metra. Í þrístökkinu tók Harpa brons á góðri bætingu 10,42 m. Þar var Þórunn Ösp Jónasardóttir einnig á meðal keppenda og bætti sig líka. Harpa bætti sig svo í annars ágætu 200 m hlaupi er hún hljóp á 28,95 sek.

Stefán Narfi Bjarnason Umf. Baldri sigraði 14 ára flokk pilta í kúluvarpi með tæplega metersbætingu er hann varpaði kúlunni 11,64 m (4 kg) en þar varð Pétur Már Sigurðsson þriðji með 9,87 m. Stefán  bætti sig í hástökki með 1,42 m og í þrístökki með 9,26 m. Pétur Már keppti einnig í 60 m grindahlaupi og 200 m hlaupi þar sem hann bætti sig um tæpa sekúndu, hljóp á 27,76  sek. Guðjón Baldur Ómarsson keppti í sex greinum í flokki 14 ára og bætti sig í þeim öllum. Hann hljóp á 8,50 sek. í 60 m hlaupi, 27,57 sek í 200 m hlaupi, varpaði kúlu 9,50 m, stökk 1,52 m í hástökki og 9,90 m í þrístökki og síðast en ekki síst hljóp hann 800 m hlaupið á 2:31,16 mín og nældi sér í bronsverðlaun. Í hinum greinunum varð Guðjón framarlega þó að ekki næði hann á verðlaunapall.

Silfurleikarnir eru gott mót til að bæti sig á og ekki síst fyrir þá sem eru að ganga upp um flokk á næsta ári.

óg

Harpa og Stefán Narfi fengu gullverðlaun og Pétur Már brons í kúluvarpi.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Ólafur Guðmundsson

silfurl_ír_2014 (112)