Silfurleikar ÍR 2016 | Yngstu iðkendur spreyttu sig á þrautabraut

Silfurleikar ÍR 2016 | Yngstu iðkendur spreyttu sig á þrautabraut

Silfurleikar ÍR fóru fram í Laugardalshöllinni laugardaginn 19. nóvember en mótið er haldið til að minnast afreks Vilhjálms Einarssonar þrístökkvara sem hlaut silfurverðlaun í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu árið 1956. Selfoss átti fjölmennt lið í öllum aldursflokkum 17 ára og yngri og náðu vægast sagt stórgóðum árangri.

Yngstu iðkendur frjálsíþróttadeildarinnar spreyttu sig í þrautabraut með þrautum sem reyndu á styrk, hraða, þol, kraft og tækni og eru því góður undirbúningur fyrir tæknigreinarnir í eldri flokkum. Keppt var annars vegar í flokki 7 ára og yngri og fylltu þau þar í eitt lið og hins vegar í flokki 8-9 ára sem mynduðu lið með öðrum sunnlenskum börnum. Í þrautarbrautinni er ungmennafélagsandinn við lýði, að vera með og hafa gaman og fengu svo allir silfurpening um hálsinn fyrir góðan árangur. Bæði liðin stóðu sig vel og voru til fyrirmyndar á öllum sviðum.

át/kg

Krakkarnir voru kampakátir eftir hressandi og skemmtilega keppni.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss/Ágústa Tryggvadóttir

frjalsar-silfurleikar-ir-yngri-ii frjalsar-silfurleikar-ir-yngri-iii

Tags: