Sölukvöld hjá frjálsum

Sölukvöld hjá frjálsum

Í kvöld, fimmtudaginn 13. júní, frá kl. 19-21 verður 11-14 ára hópur í Frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss með sölukvöld á Ullmax, ullar- og micro útivistarfatnaði, í aðalanddyri Vallaskóla. Þessar vörur eru frábærar í útileguna, golfið, á völlinn og í gönguferðirnar og eru eingöngu seldar í fjáröflunum félagasamtaka.

Allir velkomnir og tilvalið að klæða sig upp fyrir sumarið.
Frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss

Tags: