Sprotahlaupið hluti af Brúarhlaupinu

Sprotahlaupið hluti af Brúarhlaupinu

Sprotahlaup Landsbankans er hluti af Brúarhlaupi Selfoss 2016 og fer fram laugardaginn 6. ágúst á sama tíma og bæjarhátíðin Sumar á Selfossi. Keppendur í Sprotahlaupinu hlaupa 800 metra og verða ræstir í Miðbæjargarði Selfoss kl. 13.00.

Forskráning í Brúarhlaupið fer fram á vefsíðunni www.hlaup.is og lýkur föstudaginn 5. ágúst.

Frá Sprotahlaupinu 2015
Ljósmynd: Umf. Selfoss/GJ

Tags: