Stórglæsilegur árangur á MÍ 11-14 ára

Stórglæsilegur árangur á MÍ 11-14 ára

Lið HSK/Selfoss vann um helgina stórsigur á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum. Liðið fékk í heildina 808,08 stig en FH varð í öðru sæti með 420 stig. Aldrei hefur sigurlið á meistaramóti innanhúss fengið jafnmörg stig, né unnið með jafnmiklum mun. Mikla athygli vakti á mótinu hversu gríðarlega stór og samstilltur hópurinn er en samtals var 81 keppandi frá félaginu.

 

Keppt er í átta flokkum á mótinu og urðu HSK/Selfoss Íslandsmeistarar í fjórum flokkum og í öðru eða þriðja sæti í hinum flokkunum en alls kepptu 15 félög á mótinu.

Piltar 11 ára urðu í þriðja sæti.

Piltar 12 ára urðu Íslandsmeistarar.

Piltar 13 ára voru í algjörum sérflokki á þessu móti og urðu Íslandsmeistarar með 222 stigum en næsta félag var með 43 stig.

Piltar 14 ára urðu í öðru sæti 30 stigum á eftir því fyrsta.

Stúlkur 11 ára urðu í öðru sæti.

Stúlkur 12 ára urðu Íslandsmeistarar, 44 stigum á undan þeim næstu.

Stúlkur 13 ára urðu Íslandsmeistarar með 40 stiga forystu.

Stúlkur 14 ára urðu í öðru sæti.

 

Í einstökum greinum unnu krakkarnir tólf Íslandsmeistaratitla og settu þrjú HSK met.

Hákon Birkir Grétarsson, 13 ára, í hástökki með 1,62 m, 60 m hlaupi á 8,47 sek og í 60 m grind á 9,92 sek (PB).

Bríet Bragadóttir, 13 ára, í 60 m hlaupi á 8,62 sek (PB) og í 60 m grind á 10,60 sek (PB).

Hildur Helga Einarsdóttir, 13 ára,  í kúluvarpi með 10,95 m.

Solveig Þóra Þorsteinsdóttir, 13 ára, í langstökki með 4,90 m (PB) og HSK met.

Vilhelm Freyr Steindórsson, 13 ára, í kúluvarpi með 12,14 m (PB).

Dagur Fannar Einarsson, 13 ára, í 800 m hlaupi á 2:34,35 mín (PB).

Sindri Ingvarsson, 14 ára, í kúluvarpi með 11,29 m (PB).

Stúlkur 12 ára í 4×200 m hlaupi á 2:03,80 mín sem er HSK met. Sveitina skipuðu Birta Sigurborg Úlfarsdóttir, Eva María Baldursdóttir, Una Bóel Jónsdóttir og Sigrúnn Tinna Björnsdóttir.

Piltar 13 ára í 4×200 m hlaupi á 1:57,99 mín og bættu um leið HSK metið um fjórar sekúndur. Sveitina skipuðu Hákon Birkir Grétarsson, Kolbeinn loftsson, Máni Snær Benediktsson og Dagur Fannar Einarsson.

Stúlkur 13 ára bættu einnig HSK metið um fjórar sekúndur í 4×200 m hlaupi, þær hlupu á 1:59.93 mín. Sveitina skipuðu Sólveig Þorsteinsdóttir, Valgerður Einarsdóttir, Lilja Ósk Atladóttir og Bríet Bragadóttir.

 

Stórglæsilegur árangur hjá þessum efnilegu krökkum en þau unnu einnig til 17 silfurverðlauna og 16 bronsverðlauna. Mjög spennandi verður að fylgjast með þeim í framtíðinni og fyrir áhugasama er hægt að skoða úrslit mótsins inni á Þór sem er nýtt mótaforrit FRÍ.

 

MÍ 11-14 2015 Innanhúss (5) MÍ 11-14 2015 Innanhúss (6) MÍ 11-14 2015 Innanhúss (8) MÍ 11-14 2015 Innanhúss (9) MÍ 11-14 2015 Innanhúss (10) MÍ 11-14 2015 Innanhúss (11) MÍ 11-14 2015 Innanhúss (12) MÍ 11-14 2015 Innanhúss (13) MÍ 11-14 2015 Innanhúss (14) MÍ 11-14 2015 Innanhúss (15) MÍ 11-14 2015 Innanhúss (16) MÍ 11-14 2015 Innanhúss (17) MÍ 11-14 2015 Innanhúss (18) MÍ 11-14 2015 Innanhúss (1) MÍ 11-14 2015 Innanhúss (2) MÍ 11-14 2015 Innanhúss (3) MÍ 11-14 2015 Innanhúss (4)