Stórmót ÍR 2015

Stórmót ÍR 2015

800 keppendur mættu til leiks á Stórmóti ÍR sem fram fór í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal helgina 31. janúar til 1. febrúar.

Í flokki 14 ára og yngri stóðu Selfosskrakkarnir sig mjög vel, settu eitt HSK met og unnu til fjölda verðlauna. Sú nýbreytni var á þessu móti að veittar voru viðurkenningar fyrir mestu framfarir í hverri grein, frábær nýjung sem nokkrir af okkar krökkum hlutu.

Selfoss áttu sex keppendur í flokkum 15 ára og eldri. Ágætur árangur náðist í mörgum greinum. Þar unnust í heildina eitt silfur og þrjú brons.

Farið er yfir árangur einstakra keppenda hér fyrir neðan.

11 ára stelpur

Hrefna Sif Jónasdóttir sigraði glæsilega í 600 m hlaupi á 2:06,21 mín, varð önnur í 60 m á 9,84 sek og í langstökki með 3,48 m.

Margrét Inga Ágústsdóttir bætti sinn árangur í hástökki og langstökki.

Thelma Karen Siggeirsdóttir bætti sig í hástökki.

11 ára strákar

Jón Smári Guðjónsson varð þriðji í hástökki með 1,15 m og bætti sig í 60 m hlaupi og í kúluvarpi.

Benjamín Guðnason sigraði í kúluvarpi með 8,17 m.

Gunnar Kári Bragason varð annar með 7,88 m.

Sæþór Atlason varð fjórði með 7,29 m í kúluvarpinu og bætti sinn árangur.

12 ára stelpur

Eva María Baldursdóttir varð önnur í hástökki með glæsilegt stökk upp á 1,42 m og stórbætingu en hún felldi 1,47 m naumlega. Hún bætti sig einnig í kúluvarpi  með 7,04 m.

Emilía Sól bætti sig í 600 m á 2:13,02 mín

12 ára piltar

Hjalti Snær Helgason varð annar í kúluvarpi með 7,55 m og fékk einnig viðurkenningu fyrir mestu bætinguna í sínum flokki, hann bætti sig einnig í 600 m hlaupi.

Aron Fannar Birgisson varð annar í langstökki með 4,09 m.

13 ára stúlkur

Bríet Bragadóttir sigraði í 60 m á 8,74 sek, hún varð einnig fjórða í 600 m á 1:54,11 mín sem er bæting hjá henni og í langstökki með 4,31 m.

Hildur Helga Einarsdóttir varð önnur í 60 m grind á 11.46 sek sem er heilmikil bæting hjá henni og önnur í kúluvarpi með 10,55 m, hún bætti einnig sinn árangur í 200 m hlaupi.

Ingibjörg Hugrún Jóhannesdóttir bætti sinn árangur í 600 m og í 60 m grind.

Unnur María Ingvarsdóttir bætti sinn árangur í 200 m hlaupi.

13 ára piltar

Kolbeinn Loftsson sigraði í stangarstökki með 2,20 m, varð annar í langstökki með 4,54 m og í hástökki með 1,52 m. Einnig varð hann þriðji í 60 m hlaupi á 8,68 sek og í kúluvarpi með 9,44 m.

Hákon Birkir Grétarsson sigraði í 60 m hlaupi á 8,39 sek, í 60 m grind á 10,27 sek, í kúluvarpi með 10,70 m og í hástökki með 1,52 m. Hann varð einnig þriðji í langstökki með 4,41 m og fjórði í 200 m hlaupi á 28,89 sek.

Jónas Grétarsson komst í úrslit í 60 m hlaupi og hljóp á 9,03 sek og fékk viðurkenningu fyrir mestu framfarir í þessari grein. Hann varð fjórði í 600 m á góðri bætingu og fékk einnig viðurkenningu fyrir mestu framfarir í þeirri grein. Einnig varð hann fjórði í 200 m á 30,64 sek.

Dagur Fannar Einarsson sigraði í 600 m hlaupi á 1:47,61 mín og bætti um leið HSK met Teits Arnar Einarssonar um rétt tæpar 5 sekúndur. Hann varð einnig þriðji í 200 m hlaupi á 28,75 sek sem er bæting hjá honum.

14 ára stúlkur

Natalía Rut Einarsdóttir bætti sinn persónulega árangur í 60 m grindahlaupi.

15 ára og eldri

Í flokki 16-17 ára pilta náði Ástþór Jón Tryggvason góðum árangri í lengri hlaupunum. Hann keppti í 3000 m hlaupi þar sem hann bætti sig og varð annar á tímanum 10:45, 52 mín. Hann kom svo þriðji í mark í 1500 m hlaupi á góðri bætingu, 4:54,58 mín.

Í sama flokki varð Teitur Örn Einarsson þriðji í kúluvarpi með bætingu varpaði kúlunni 13,34 m, hann hljóp svo 60 m á 7,82 sek. sem er nálægt hans besta.

Í kúluvarpi hreppti Thelma Björk Einarsdóttir þriðja sætið er hún kastaði 11,05 m.

Harpa Svansdóttir varð fimmta í þrístökki 16-17 ára stúlkna með 10,07 m og sjötta í langstökki með 4,84 m. Þá hljóp hún við sitt besta í 60 m hlaupi.

Í flokki 15 ára stúlkna voru þær Elísa Rún Siggeirsdóttir og Arndís María Finnsdóttir meðal þátttakenda og stóðu sig með ágætum.

Elísa hljóp á 9,57 sek. í 60 m, 31,63 sek. í 200 m hlaupi, 12,08 sek. í 60 m grindahlaupi, stökk 3,62 m í langstökki, 7,74 m í þrístökki og varpaði svo 7,58 m í kúluvarpi þar sem hún bætti sig.

Arndís varð rétt á eftri Elísu í kúlunni með 7,34 m, aðeins á undan í langstökkinu stökk 3,68 m og svo á 12,43 sek. í 60 m grindahlaupinu.

Næsta mót er Meistaramót Íslands aðalhluti um næstu helgi en þangað sendir Selfoss vaska sveit.

þi/óg

Efsta mynd: 13 ára strákar fyrir 60 m, Hákon, Kolbeinn og Jónas.
Miðmynd: 11 ára stelpur 600 m, Hrefna Sif.
Neðsta mynd: 13 ára stelpur 60 m, Bríet.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss/Þuríður Ingvarsdóttir

IMG_0090 IMG_0099