Sumarslútt í frjálsum hjá 14 ára og yngri

Sumarslútt í frjálsum hjá 14 ára og yngri

Sumarstarfinu í frjálsíþróttum, hjá yngri flokkunum, lauk með sumarslúttmóti á flotta frjálsíþróttavellinum á Selfossi, miðvikudaginn 23. ágúst. Krakkarnir fengu að spreyta sig í fjölda greina. 7 ára og yngri kepptu í 60 m spretthlaupi, langstökki, boltakasti og 400 m hlaupi. 8-10 ára kepptu auk þess í hástökki, kúluvarpi og í spjótkasti í staðinn fyrir boltakastið. 11-14 ára kepptu í 80 m spretthlaupi, langstökki, kúluvarpi og 300 m grind.

Á mótinu féllu nokkur HSK-met og eitt Íslandsmet var sett. Í 80 m hlaupi setti Helga Margrét Óskarsdóttir, 11 ára, HSK-met er hún hljóp á 12,87 sek. Styrmir Dan Steinunnarson, 13 ára, setti Íslandsmet í 300 m grindahlaupi á 46,47 sek og það er að sjálfsögðu einnig HSK-met. Tveir einstaklingar settu einnig HSK-met í 300 m grindahlaupinu, Pétur Már Sigurðsson, 12 ára, á 59,75 sek og Helga Margrét Óskarsdóttir, 11 ára, 62,79 sek og það er einnig HSK-met í 12 ára flokki.

Aðstæður voru frábærar, nánast logn og milt og hlýtt veður. Frábær árangur náðist á mótinu og má þá nefna til dæmis árangur í spjótkasti hjá 8-10 ára og 300 m grind hjá 11-14 ára. Aðstandendur barnanna voru einstaklega duglegir starfsmenn á mótinu enda gekk það hratt og örugglega fyrir sig. Mótinu lauk síðan með grillveislu þar sem mótsgestir gátu gætt sér á SS pyls

Sumaræfingum er nú formlega lokið hjá 10 ára og yngri og 11-14 ára klára um mánaðarmótin eftir frábært frjálsíþróttasumar. Veðrið lék við okkur og fengu yngstu hóparnir aðeins einu sinni léttvæga rigningu á æfingu allt sumarið. Krakkarnir voru dugleg að mæta og áhugasöm að prófa fjölbreyttar greinar. Með tilkomu vallarins og nýrra tækja sem að sífellt eru að bætast við er nú hægt að leyfa börnunum að prófa allar greinar frjálsíþrótta við þeirra hæfi. Brotið var upp á hefðbundið æfingamynstur með því að fá foreldra til að taka þátt á æfingu og farið var í íþróttaratleik í kringum íþróttasvæðið, auk þess sem að börnin tóku þátt í mismunandi mótum. Vetraræfingar byrja í september og verður æfingatími auglýstur síðar. Einnig verður hægt að nálgast upplýsingar inn á heimasíðu Ungmennafélags Selfoss (umfs.is) þegar þær liggja fyrir.um í Guðnabakarís brauðum, með meðlæti í boði Krónunnar og glænýjum súkkulaði Hleðsludrykk frá MS. Viljum við þakka þessum fyrirtækjum sérstaklega fyrir stuðninginn.

Takk fyrir sumarið
Fjóla Signý, Ágústa og Þuríður
Þjálfarar yngri flokka Selfoss