Thelma Björk með brons á Meistaramóti Íslands

Thelma Björk með brons á Meistaramóti Íslands

Meistaramót Íslands, aðalhluti, var haldið í Kaplakrika í Hafnarfirði helgina 7.-8. febrúar og sendi Selfoss fjóra keppendur til leiks sem stóðu sig með miklum ágætum.

Thelma Björk Einarsdóttir, stóð stig vel í kúluvarpi og kastaði sitt annað lengsta kast á ferlinum er hún varpaði kúlnni 11,31 m og nældi sér í bronsverðlaun.

Eyrún Halla Haraldsdóttir kastaði einnig kúlunni en hún fór 9,13 m.

Harpa Svansdóttir kepptí í þrístökki þar sem hún varð sjötta með 10,02 m og í langstökki með stökk upp á 4,68 m.

Að lokum kastaði Ólafur Guðmundsson 12,17 m í kúlu sem er hans besti árangur í ár.

Um næstu helgi fer fram Meistaramót Íslands 11-14 ára þar sem Selfyssingar ætla sér stóra hluti.

óg

Thelma Björk komst á pall um helgina
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Gissur Jónsson