Þór þriðji og Fjóla fimmta á Smáþjóðaleikunum

Þór þriðji og Fjóla fimmta á Smáþjóðaleikunum

Smáþjóðaleikunum, sem fram fóru á Íslandi, lauk laugardaginn 6. júní. Eins og áður hefur komið fram áttu Selfyssingar tvo keppendur á mótinu.

Þór Davíðsson nældi sér í bronsið í -100 kg flokki í júdó. Hann barðist af miklu harðfylgi þar sem hann meiddist á fæti fyrr í keppninni og haltraði alla bronsglímuna með þykkan teygjusokk til að hlífa höggum.

Fjóla Signý Hannesdóttir keppti í 100 m grindahlaupi og endaði í fimmta sæti á tímanum 15,25 sekúndur.

Þetta er glæsilegur árangur hjá okkar góða íþróttafólki.

Á vef Sunnlenska.is er fjallað nánar um árangur annarra sunnlenskra íþróttamanna.

Þór fjórði f.v. ásamt félögum sínum í íslenska landsliðinu.
Ljósmynd: Júdósamband Íslands