Þrír Íslandsmeistarar frá Selfossi

Þrír Íslandsmeistarar frá Selfossi

Selfyssingar eignuðust þrjá Íslandsmeistara á Meistaramóti Íslands í flokkum 15 – 22 ára sem haldið var á Selfossvelli um helgina.

Harpa Svansdóttir sigraði í 300 m grindahlaupi og kúluvarpi 15 ára stúlkna. Jónína Guðný Jóhannsdóttir sigraði í kringlukasti og sleggjukasti 15 ára stúlkna og Thelma Björk Einarsdóttir sigraði í kringlukasti 18-19 ára stúlkna.

Glæsilegur árangur hjá stelpunum.

Kastarar Selfyssinga f.v. Harpa, Jónína, Andrea Sól Viktorsdóttir og Thelma.
Mynd: Umf. Selfoss/Gissur Jónsson