Tíu titlar á MÍ 15-22 ára

Tíu titlar á MÍ 15-22 ára

Helgina 15.-16. ágúst fór fram Meistarsmót Íslands 15-22 ára á Sauðárkróki. HSK/Selfoss sendi 21 keppanda til leiks sem stóðu sig öll með sóma. Afrakstur helgarinnar var tuttugu og níu verðlaun; 10 gull, 9 silfur og 10 brons.

15 ára flokkur:

Piltarnir voru þrír frá HSK/Selfoss tóku 11 verðlaun samtals og urðu á endanum í öðru sæti í stigakeppni félaga í þessum flokki. Pétur Már Sigurðsson Selfossi,  stóð sig frábærlega og nældi í  sjö verðlaun. Pétur sigraði hástökk með 1,67 m. og kringlukast með 38,79 m. Þar varð Stefán Narfi Bjarnason Baldri númer tvö með 35,26 m. Í sleggjukasti  snérist dæmið við Stefán Narfi sigraði með 30,90 m en Pétur varð annar með 27,60 m. Í 800 m hlaupi kom Pétur annar í mark á 2:25,95 mín. og Guðjón Baldur Ómarsson Selfossi þriðji  á 2:35, 41 mín. Þá tók Pétur brons í 300 m grindahlaupi á 50,24 sek. og í kúluvarpi  með 11,16 m kasti  þar sem  Stefán Narfi nældi sér í siflur með 11,74 m. Guðjón Baldur vann svo spjótkastið með 44,84 m. Piltarnir tóku svo silfur ásamt Sverri Heiðari Davíðssyni 4×100 m boðhlaupi.

16-17 ára flokkur:

Hér voru átta keppendur frá HSK/Selfoss sem rökuðu saman tíu verðlaunum og enduðu í þriðja sæti í stigakeppninni, fjórum stigum á eftir fyrsta sætinu. Styrmir Dan Steinunnarson Þór var duglegur að vanda. Hann sigraði hástökkið með 1,84 m og spjótkastið með 51,00 m. Þá varð hann þriðji í þremur greinum; 110 m grindahlaupi á 17,14 sek., kringlukasti með 39,50 m og stangarstökki er hann vippaði sér yfir 3,00 m. Teitur Örn Einarsson Selfoss mætti sterkur í köstin. Hann sigraði kúluvarpið með 14,30 m kasti og varð annar í kringlunni með 41,00 m. Þá varð Ástþór Jón Tryggvason Selfoss þriðji í 3000 m hlaupi á  10:12,34 mín. Hjá stúlkunum  varð Harpa Svansdóttir Selfoss, fyrst í kringlukasti með 23,32 m, önnur í 400 m grindahlaupi eftir hörkukeppni á 69,46 sek. og þriðja í þrístökki með  10,61 m.

18-19 ára flokkur:

Þrír keppendur stóðu vaktina hér frá HSK/Selfoss. Þar komu inn sex verðlaun. Sverrir Heiðar Davíðsson Selfoss, kom sterkur til leiks og sigraði með glæsibrag í spjótkasti þar sem hann bætti sig um rúma fimm metra kastaði 56,04 m og langstökki með 6,17 m stökki. Þá hirti hann bronsverðlaun í kúluvarpi með 11,65 m. Thelma Björk Einarsdóttir Selfoss varð svo önnur í sleggjukasti með 38,47 m og kringlukasti með 35,97 m. Hún tók svo brons í kúluvarpi með 10,78 m. Krakkarnir stóð sig mjög vel bættu sig alls 24 sinnum og enduðu í fjórða sæti í heildarstigakeppni.

Öll úrslita mótsins má finna á Þór – mótaforriti FRÍ.

Ólafur Guðmundsson

Mynd fyrir ofan:
HSK/Selfoss liðið að lokinni keppni.

Myndir fyrir neðan:
Guðjón Baldur, Sverrir Heiðar, Pétur Már og Stefán Narfi urðu allir Íslandsmeistarar í einni til tveimur greinum. Þeir skipuðu boðhlaupssveit 18- 19 ára (allir nema einn 15 ára sem kepptu uppfyrir sig með Sverri Heiðari sem er 18 ára).

Boðhlaupssveit 18-19 ára stúlkna. Sigríður Umf. Hrunamanna, Harpa Svansdóttir Umf. Selfoss, Elsa Margrét  sem er sú eina sem er 18 ára og Þórunn Ösp. Allar hinar eru 15 og 16 ára. Harpa vann eitt  gull á mótinu.

HSK/Selfoss liðið að lokinni keppni allir í HSK/Selfoss bol.

 

Þórunn Ösp skiptir á Hörpu í boðhlaupinu.

Ljósmyndir: Umf. Selfoss/Ólafur Guðmundsson

mí_15_22ára_króknum_2015 (94) mí_15_22ára_króknum_2015 (95) mí_15_22ára_króknum_2015 (116) mí_15_22ára_króknum_2015 (87)