Tveir Selfyssingar keppa á Smáþjóðaleikunum

Tveir Selfyssingar keppa á Smáþjóðaleikunum

Nú standa Smáþjóðaleikarnir yfir á Íslandi en þeir hófust 1. júní og lýkur laugardaginn 6. júní.

Selfyssingar eiga tvo keppendur á mótinu, Annars vegar Þór Davíðsson sem keppir í -100 kg flokki og sveitakeppni í júdó föstudaginn 5. og laugardaginn 6. júní.

Hins vegar er það Fjóla Signý Hannesdóttir sem keppir í 100 m grindahlaupi á morgun, fimmtudaginn 4. júní, kl. 16:40 á Laugardalsvelli.

Samtals eru fjórir keppendur í frjálsum af HSK svæðinu þ.e. Kristinn Þór Kristinnsson, Samhygð, í 800 m og 1500 m hlaupum,  Styrmir Dan Steinunnarson, Þór Þorlákshöfn, í hástökki og Agnes Erlingsdóttir, Laugdælum, í 400 m grindahlaupi. Þá er rétt að geta þess að Ólafur Guðmundsson þjálfari hjá Umf. Selfoss verður flokksstjóri frjálsíþróttalandsliðsins á leikunum.

Hvetjum fólk til að fjölmenna á völlinn og hvetja okkar fólk.