Unglingameistaramót 15-22 ára í frjálsum innanhúss 2014

Unglingameistaramót 15-22 ára í frjálsum innanhúss 2014

Helgina 11.-12. janúar síðastliðin fór fram Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum í aldursflokkum 15-22 ára í Laugardalshöll. Ágæt þátttaka var á mótinu en 217 keppendur voru skráðir til leiks frá 16 félögum. SELFOSS átti fjóra keppendur á mótinu sem allir stóðu sig með sóma.

Harpa Svansdóttir stóð sig frábærlega. Hún sigraði í langstökki í flokki 15 ára stúlkna með 4,88 m sem og í kúluvarpi þar sem hún bætti sig um hálfan metra kastaði 10,54 m. Í þrístökki hafnaði Harpa í öðru sæti með ágætt stökk upp á 9,86 m. Harpa varð svo sjöunda í 60 m hlaupi á 8,78 sek.

Jónína Guðný Jóhannsdóttir varð fjórða í kúluvarpi í sama flokki með kast upp á 8,55 m. Þá keppti Þórunn Ösp Jónasardóttir í fjórum greinum einnig í flokki 15 ára stúlkna. Hún hljóp 60 m á 9,67 sek., 60 m grindahlaup á 12,09 sek., 200 m á 31,78 sek. ásamt því að stökkva langstökk.

Halldóra Ósk Eiríksdóttir keppti í 60 m og langstökki í flokki 16-17 ára stúlkna. Hún kom í mark á tímanum 9,10 sek. og stökk 3,53 m í langstökki.

Tags: