Unglingamót HSK

Unglingamót HSK

Unglingamót HSK fór fram miðvikudagskvöldið 19. júlí síðastliðinn. Algert logn var á vellinum og því góðar aðstæður til bætinga þrátt fyrir að það hafi rignt á köflum. Lognið var greinilega að skila sér og yfir 60 bætingar litu dagsins ljós. Sjö lið af HSK svæðinu sendu lið til keppni og svo fór að Umf. Selfoss sigraði stigakeppnina með yfirburðum eða 362 stigum. Umf. Þór varð í öðru sæti með 106 stig og í þriðja sæti varð Umf. Þjótandi með 73 stig.

Þetta var síðasta Héraðsmót sumarsins og Frjálsíþróttaráð HSK vill hér með þakka þeim kærlega fyrir sem lögðu okkur hjálparhönd á mótum sumarsins. Án margra sjálfboðaliða væri ekki hægt að halda þessi mót.

Þó svo að öll HSK mótin séu búin er enn nóg að gera hjá íþróttamönnunum okkar. Bikarkeppni 15 ára og yngri fer fram 20. ágúst og Meistaramót unglinga mun svo fara fram 26.-27. ágúst.

Tags:
,