Úrslit í fimmta Grýlupottahlaupinu 2015

Úrslit í fimmta Grýlupottahlaupinu 2015

Fimmta Grýlupottahlaup ársins fór fram í blíðskaparveðri á Selfossvelli laugardaginn 16. maí.

Bestu tíma dagsins áttu Þórunn Ösp Jónasdóttir sem hljóp á 3:24 mínútum og Benedikt Fadel Farag sem hljóp á 2:55 mínútum.

Hlaupaleiðin er sú sama og í fyrra og vegalengdin rúmir 850 metrar.

Úrslit úr hlaupinu má finna á fréttavefnum Sunnlenska.is með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan.

5. Grýlupottahlaup 2015

4. Grýlupottahlaup 2015 – Athygli er vakin á því að úrslitin í fjórða hlaupinuhafa verið leiðrétt hjá stelpum 2003 og strákum 2000.

3. Grýlupottahlaup 2015

2. Grýlupottahlaup 2015

1. Grýlupottahlaup 2015

Myndir úr öðru hlaupi ársins má finna á Fésbókarsíðu Umf. Selfoss.

Sjötta og síðasta hlaup ársins fer fram laugardaginn 30. maí næstkomandi, en ekki verður hlaupið nú um hvítasunnuhelgina. Skráning hefst kl. 10:30 en hlaupið er ræst af stað kl. 11.00 og er fólk hvatt til að mæta tímanlega til að forðast biðraðir.

Allir sem lokið hafa fjórum hlaupum fá viðurkenningu og verður verðlaunaafhending laugardaginn 6. júní kl. 11:00 við Tíbrá, félagsheimili Ungmennafélags Selfoss.

Athugasemdir og ábendingar um hlaupið má gjarnan senda til Þuríðar Ingvarsdóttur á netfangið thuryingvars@gmail.com.