
02 jún Úrslit í sjötta Grýlupottahlaupinu 2015

Sjötta og síðasta Grýlupottahlaup ársins fór fram í hlýju og björtu veðri á Selfossvelli laugardaginn 30. maí.
Bestu tíma dagsins áttu Harpa Svansdóttir sem hljóp á 3:21 mínútum og Teitur Örn Einarsson sem hljóp á 2:41 mínútum.
Hlaupaleiðin er sú sama og í fyrra og vegalengdin rúmir 850 metrar.
Úrslit úr hlaupinu má finna á fréttavefnum Sunnlenska.is með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan.
Myndir úr öðru og sjötta hlaupi ársins má finna á Fésbókarsíðu Umf. Selfoss.
Verðlaunaafhending verður laugardaginn 6. júní kl. 11:00 við Tíbrá, félagsheimili Ungmennafélags Selfoss. Allir sem lokið hafa fjórum hlaupum fá viðurkenningu auk þess sem veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þrjú sæti í hverjum flokki.
Athugasemdir og ábendingar um hlaupið má gjarnan senda til Þuríðar Ingvarsdóttur á netfangið thuryingvars@gmail.com.
—
Hekla Karen Ólafsdóttir sem er fædd árið 2012 stóð sig vel á móti rokinu við Grýlupottinn.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Gissur Jónsson