Úrslit í þriðja Grýlupottahlaupinu 2015

Úrslit í þriðja Grýlupottahlaupinu 2015

Nærri 150 hlauparar luku þriðja Grýlupottahlaupi ársins 2015 fór fram á Selfossvelli laugardaginn 2. maí. Með hækkandi sól og hitastigi fjölgar þátttakendum í þessu skemmtilega hlaupi.

Besta tímann hjá stelpunum áttu Emilía Sól Guðmundsdóttir og Þórhildur Arnarsdóttir sem hlupu á 3:47 mín og hjá strákunum rann Teitur Örn Einarsson skeiðið hraðast á 2:28 mín.

Hlaupaleiðinni er sú sama og í fyrra og vegalengdin rúmir 850 metrar.

Úrslit úr hlaupinu má finna á fréttavefnum Sunnlenska.is með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan.

3. Grýlupottahlaup 2015

2. Grýlupottahlaup 2015

1. Grýlupottahlaup 2015

Myndir úr öðru hlaupi ársins má finna á Fésbókarsíðu Umf. Selfoss.

Fjórða hlaup ársins fer fram nk. laugardag 9. maí. Skráning hefst kl. 10:30 og er fólk hvatt til að mæta tímanlega til að forðast biðraðir.

Allir sem lokið hafa fjórum hlaupum fá viðurkenningu og verður verðlaunaafhending laugardaginn 6. júní kl. 11:00 við Tíbrá, félagsheimili Ungmennafélags Selfoss.

Athugasemdir og ábendingar um hlaupið má gjarnan senda til Þuríðar Ingvarsdóttur á netfangið thuryingvars@gmail.com.

Þessi sér endamarkið nálgast.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Gissur Jónsson