Vel heppnað Brúarhlaup

Vel heppnað Brúarhlaup

Það voru nærri 400 hlauparar og hjólreiðamenn sem tóku þátt í 23. Brúarhlaupi Selfoss á laugardaginn. Keppendur voru ræstir á Ölfusárbrú og fóru mislanga vegalengd að lokamarkinu við Sundhöllina.

Teitur Örn Einarsson og Helga Margrét Óskarsdóttir sigruðu í 2,5 km hlaupi.
Steinn Jóhannsson og Sigurlín Birgisdóttir sigruðu í 5 km hlaupi.
Guðni Páll Pálsson og Eva Ólafsdóttir sigruðu í 10 km hlaupi.
Róbert Gunnarsson og Margrét Elíasdóttir sigrðuðu í hálfmaraþoni.
Þórir Erlingsson og Ásdís Ágústsdóttir í 5 km hjólreiðum.

Öll úrslit og tíma keppenda má finna á hlaup.is.

Tags: