Vormót HSK 2016

Vormót HSK 2016

Vormót HSK í frjálsum fór fram laugardaginn 21. maí á Selfossvelli í blíðuveðri. Þetta var fyrsta mót sumarsins. 94 keppendur mættu til leiks víðsvegar af landinu og er þetta þátttökumet. HSK/Selfoss átti 25 keppendur á mótinu en góður árangur náðist hjá okkar fólki og var afraksturinn tvö gull, fjögur silfur og sex brons ásamt því að mikið var um bætingar.

Fjóla Signý Hannesdóttir landsliðskona Selfyssinga, sigraði í 100 m grindahlaupi á fínum tíma  15,17 sek. Þá sigraði Ólafur Guðmundsson Selfoss í sleggjukasti karla með 38,67 m. Þar varð Þorbergur Magnússon Þór annnar á bætingu, 31,58 m og þriðji Artúr Matvejev einnig úr Þór kastaði 17,59 m. Í kringlukasti kvenna tók Eyrún Halla Haraldsdóttir Selfossi silfur með 35,67 m en rétt á eftir henni var Thelma Björk Einarsdóttir Selfoss með 35,13 m. Í kúlunni snérist dæmið við, Thelma varð þar önnur með 11,23 m en Eyrún þriðja með 10,90 m. Í langstökki kvenna stökk Guðrún Heiða Bjarnadóttir Selfossi til silfurs með lengsta stökk sitt á ferlinum, 5,46 m. En þetta er fyrsta mót hennar síðan 2013. Harpa Svansdóttir Selfoss var þar ekki langt undan með 4,94 m. Í spjótkasti karla varð Sverrir Heiðar Davíðsson Selfoss þriðji með gott kast 52,46 m. Þar köstuðu Stefán Narfi Bjarnason Þjótanda og Guðjón Baldur Ómarsson Selfoss báðir yfir 40 m og bættu sig. Í hástökki karla varð landsliðsmaðurinn Styrmir Dan Steinunnarson Þór þriðji með 1,85 m en fyrstu þrír stukku allir jafnhátt. Í kúluvarpi stúlkna í 16-17 ára flokki varð Harpa önnur. Aðrir keppendur HSK/Selfoss stóðu sig einnig mjög vel þó ekki ynnu þeir til verðlauna en margir þeirra bættu sinn besta árangur. Næsta mót er JJ mót Ármanns sem fram fer á morgun.

óg

Verðlaunahafar í spjótkasti f.v. eru Helgi Sveinsson Ármanni, ,Örn Davíðsson FH (Selfyssingur) sigraði og Selfyssingurinn Sverrie Heiðar Davíðsson varð þriðji.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Ólafur Guðmundsson

Tags:
,