Vormót HSK á Selfossvelli

Vormót HSK á Selfossvelli

Frjálsíþróttaráð HSK býður til Vormóts HSK á Selfossi, sem um leið er fyrsta mótið af sex í Mótaröð FRÍ sumarið 2014.

Vormótið verður haldið laugardaginn 17. maí á Selfossvelli og hefst það kl. 13:00 þannig að upphitun hefst kl. 12:00.

Keppt verður í 19 greinum á Vormótinu og eru þær eftirfarandi:
Karlar: 100m, 400m, 110m gr, 800m, 4x100m boðhlaup,  hástökk, þrístökk, spjótkast karla, spjótkast 15-16 ára, sleggjukast.
Konur: 100m, 400m, 100 gr, 3000m, 4x100m boðhlaup, hástökk, langstökk, spjótkast, kringlukast.

Þátttökugjald er kr. 1.500 á grein og greiðist áður en mót hefst. Einnig er hægt að greiða þátttökugjaldið fyrirfram í heimabanka inn á reikning Frjálsíþróttaráðs HSK 0325-26-003003 kt. 681298-2589 og senda staðfestingu á netfangið gudmunda89@gmail.com.

Skráningarfrestur er til miðnættis miðvikudaginn 14. maí n.k.  Hægt er að skrá sig til kl. 17:00 föstudaginn 16. maí  gegn þreföldu skráningargjaldi.

Búningsaðstaða verður á Selfossvelli

Verðlaun verða veitt fyrir fyrsta sæti í tíu greinum á vegum FRÍ sem eru: 100m, 400m, hástökk og spjótkast hjá báðum kynjum, þrístökk karla og langstökk kvenna. Í öðrum greinum veita mótshaldarar verðlaun fyrir fyrsta sæti.

Mælst er til þess að keppendur verði í sínum félagsbúning í keppninni.

Keppt verður á nýjum frjálsíþróttavelli og mælst til þess að keppendur séu ekki með lengri gadda en 6 mm í hlaupunum og 9 mm í spjóti og hástökki.

Þetta er opið mót og því allir velkomnir á Selfossvöll.

Nánari upplýsingar veitir Guðmunda Ólafsdóttir formaður Frjálsíþróttaráðs HSK í síma 846-9775.

Tags:
, ,