Vormót HSK

Vormót HSK

Vormót HSK fór fram á Selfossvelli 19. maí sl. Mótið var fyrsta mót sumarsins og jafnframt fyrsta af sex í mótaröð FRÍ árið 2013. Keppt var í 19 greinum á mótinu.  Rigning var, kalt og nokkur vindur sem hafði þó nokkur áhrif til hins verra í hlaupa- og stökkgreinum. Hinsvegar náðist góður árangur í kastgreinum mótsins.

Selfyssingar áttu sína fulltrúa á mótinu og þannig náði Anna Pálsdóttir ágætu sigurkasti er hún þeytti spjótinu 34,05 m. Þá sigraði Sigurður Páll Sveinbjörnsson í 800 m. hlaupi á 2:34,32 mín. Auk þeirra komust Selfossstelpur á pall í kringlukasti, 100 m. grindahlaupi, langstökki og 100 m. hlaupi. Strákarnir komust hins vegar á pall í kúluvarpi, sleggjukasti og 300 m. hlaupi.

Sigurvegarar í keppnisgreinum mótsins fengu gullverðlaunapening en svo voru 10 sigurvegarar af 19 á mótinu dregnir út og fengu þeir verðlaun frá Frjálsíþróttasambandinu, út að borða fyrir tvo á Saffran veitingahúsi í Reykjavík. Aðalstyrktaraðili mótaraðar FRÍ er Prentmet hraðþjónusta.

Tags: