10 Selfyssingar í Kiel

10 Selfyssingar í Kiel

Um þessar mundir eru 10 ungir og efnilegir handboltamenn frá Selfossi í Kiel í Þýskalandi í handboltaskóla. 52 manna hópur frá Íslandi lagði af stað í nótt til Þýskalands ásamt þjálfurum og fararstjórum.

Handboltaskólinn er unninn í samvinnu við Alfreð Gíslason, þjálfara Kiel, sem mun m.a. mæta á svæðið. Einnig mun heill dagur í skólanum fara í að fylgjast með æfingum hjá Kiel, bæði útiæfingu sem inniheldur spretti og úthaldsþjálfun og einnig venjulegri handboltaæfingu í sal. Krökkunum gefst því í bland við að æfa handbolta tækifæri tl að fylgjast með því hvað bestu handboltamenn heims leggja á sig til að geta skarað framúr.