12 Selfyssingar með yngri landsliðum

12 Selfyssingar með yngri landsliðum

Um helgina sem leið komu U-18 og U-20 ára landslið saman til æfinga. Selfoss átti þar fjóra fulltrúa.

Teitur Örn Einarsson var með U-20 ára landsliði karla og þeir Guðjón Baldur Ómarsson, Haukur Þrastarson og Sölvi Svavarsson voru með U-18 ára landsliðinu.

Um næstu helgi fara svo fram æfingar U-16 ára landsliðs karla. Þar á Selfoss átta fulltrúa.

Það eru þeir Tryggvi Þórisson, Vilhelm Freyr Steindórsson, Elvar Elí Hallgrímsson, Ísak Gústafsson, Jón Vignir Pétursson, Jón Þórarinn Þorsteinsson, Natan Þór Jónsson og Reynir Freyr Sveinsson.


Mynd: Guðjón Baldur Ómarsson er einn þeirra tólf Selfyssinga sem er að æfa með landsliðinu um þessar mundir.