13 marka sigur hjá 97 liðinu

13 marka sigur hjá 97 liðinu

1997 liðið lék á laugardag gegn HK á heimavelli. Eftir nokkuð góðan leik unnu Selfoss strákarnir sannfærandi sigur, 39-26.

Selfoss var yfir allt frá byrjun. Þeir náðu þó ekki að slíta sig frá HK fyrr en í stöðunni 8-5. Þá fóru þeir að bæta við muninn og skipti litlu þó liðið skipti leikmönnum ítrekað inná og útaf því alltaf jókst munurinn. Staðan var 20-12 í hálfleik.

Eftir að HK hafi svo aðeins minnkað muninn í upphafi síðari hálfleiks var Selfoss mun sterkara og jók forskotið upp í 13 mörk.

Varnarleikurinn var á köflum góður en þar var Selfoss að prófa nýja hluti sem virkuðu í heildina áægtlega. Sóknarleikurinn var mjög góður. Gott samspil leikmanna skilaði góðum mörkum, en að þessu sinni skoruðu hornamenn liðsins sérstaklega mikið.