17 Selfyssingar með landsliðum Íslands

17 Selfyssingar með landsliðum Íslands

Nú er að skella á landsliðsverkefni hjá flestöllum yngri landsliðum og A-landsliði karla.

A-landslið karla tekur á móti Norður-Makedóníu nú í vikunni eins og áður hefur verið nefnt og með liðinu eru þeir Elvar Örn Jónsson, Haukur Þrastarson. Teitur Örn Einarsson, Ómar Ingi Magnússon, Janus Daði Smárason og Bjarki Már Elísson. Þá var Perla Ruth Albertsdóttir í eldlínunni með A-landsliði kvenna á æfingamóti í Póllandi nú í lok mars.

Æfingar hjá yngri landsliðum karla og kvenna hafa einnig verið yfirstandandi nú sitthvoru megin við mánaðarmótin. Það er því ljóst að 17 Selfyssingar hafa verið að æfa eða keppa með landsliðum Íslands að undanförnu. 

U-19 kvenna

Katla María Magnúsdóttir

U-19 karla
Guðjón Baldur Ómarsson
Sölvi Svavarsson

U-17 karla
Ísak Gústafsson
Reynir Freyr Sveinsson
Tryggvi Þórisson

U-15 kvenna

Tinna Traustadóttir

U-15 karla

Einar Gunnar Gunnlaugsson
Hans Jörgen Ólfasson
Daníel Þór Reynisson


Mynd: Þeir Tryggvi, Reynir og Ísak voru valdir í æfingahóp U-17 ára landsliðs karla.