2. flokkur lék á Akureyri

2. flokkur lék á Akureyri

Okkar menn í 2.flokki lék um helgina gegn Akureyri á útivelli og töpuðu í hörkuleik 27-23. Selfyssingar höfðu yfir í hálfleik 15-12 og léku lengst um vel í leiknum. Voru okkar menn í raun klaufar að fá ekki a.m.k. eitt stig í leiknum. Þetta lið er þó í framför og hefur bætt varnarleik sinn sem og markvörslu jafn og þétt. Þá er liðið líka að endurheimta menn úr meiðslum sem er fagnaðarefni og eykur það breidd liðsins til muna. Þeir Árni Felix og Jóhann Bragi léku báðir með í leiknum og stóðu sig vel þrátt fyrir eiga mikið inni.