2.flokkur með tap gegn FH

2.flokkur með tap gegn FH

Í gær léku okkar menn í 2.flokki gegn FH. Var um hörkuleik að ræða fyrstu 45 mínútur leiksins en þá var munurinn aðeins 1-2 mörk. Selfyssingar léku vel í fyrri hálfleik en klaufaskapur varð til þess að gestirnir höfðu eins marks forskot í hálfleik, 13-14. Síðari hálfleikur var einnig jafn þangað til 15 mínútur voru eftir en þá var eins og allur vindur væri úr okkar strákum. 10 marka tap, 25-35, sem var allt of stórt miðað við gang leiksins.

Strákarnir munu vonandi mæta ákveðnir til næsta leiks og læra af þessu.