2. sætið tryggt eftir sigur í síðasta leik í deildinni

2. sætið tryggt eftir sigur í síðasta leik í deildinni

Selfoss vann öruggan sigur á Víkingi, 37-26, í lokaumferð Olísdeildar karla í handbolta í kvöld. Deildarmeistaratitillinn féll hins vegar í hendur Eyjamanna eftir dramatískan sigur þeirra á Fram. Selfyssingar þurftu að bíða með öndina í hálsinum eftir úrslitum úr þeim leik, en hann tafðist aðeins vegna rafmagnsleysis.

Leikurinn var jafn fyrstu mínúturnar en Selfyssingar sigu fram úr og voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 17-12. Þeir byrjuðu af miklum krafti í seinni hálfleik og skoruðu fyrstu fjögur mörkin og héldu því forskoti til leiksloka. Lokatölur urðu 37-26.

Mörk Selfoss: Árni Steinn Steinþórsson 8, Haukur Þrastarson 6, Teitur Örn Einarsson 6 (1), Hergeir Grímsson 4, Richard Sæþór Sigurðsson 3, Elvar Örn Jónsson 3, Atli Ævar Ingólfsson 3, Guðjón Baldur Ómarsson 2, Eyvindur Hrannar Gunnarsson 1, Einar Sverrisson 1.

Varin skot: Helgi Hlynsson 9 (36%) og Sölvi Ólafsson 2 (22%).

Þetta var síðasti leikur strákanna í Olísdeildinni í vetur. Nú hefst úrslitakeppnin sjálf þar sem Selfoss mætir Stjörnunni í 8-liða úrslitum. Leikið verður annaðhvort 13. eða 14.apríl n.k.

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is, Mbl.is og Vísir.is. Leikskýrslu má nálgast hér.

____________________________________________
Mynd: Árni Steinn var markahæstur Selfyssinga í kvöld með 8 mörk.
Umf. Selfoss / Jóhannes Á. Eiríksson.