3.B tapaði

3.B tapaði

Selfoss-2 mætti KR í í 3. flokki í gær. Liðið var fáliðað að þessu sinni og náði ekki að sigra KR-ingana. Leikurinn var nokkuð góður á löngum köflum en KR-ingar stungu af í lokin og sigruðu 30-18.

KR-ingar náðu forystu í upphafi leiks 4-1 en eftir það hélst leikurinn jafn alveg fram að hálfleik þar sem staðan var 14-11. Í síðari hálfleik kom í ljós að okkar stráka vantaði meiri ógn fyrir utan og áttu erfitt með að skora. Vörnin hélt vel framan af hálfleik. Seinustu 15 mínúturnar bættu KR-ingar við muninn og lokatölur 12 marka sigur þeirra.