3. flokkur á Granollers cup í Barcelona

3. flokkur á Granollers cup í Barcelona

Þessi glæsilegi hópur 3. flokks karla sem varð bikar- og deildarmeistarar í vetur er nú kominn til Barcelona á Spáni þar sem þeir taka þátt í Granollers cup dagana 23.-30. júní. Það eru þrettán leikmenn sem fara ásamt þjálfurum og fararstjórum.

Von er á spennandi og skemmtilegri ferð sem fer í reynslubankann fræga en þetta er í fyrsta sinn sem lið frá Selfossi tekur þátt í þessu sterka alþjóðlega móti. Strákarnir hafa verið að safna fyrir ferðinni í allan vetur og vilja koma á framfæri þakklæti til allra sem hafa stutt þá.

Tags: