3. flokkur mætir Val á miðvikudag

3. flokkur mætir Val á miðvikudag

Eftir stutt frí er keppni í yngri flokkunum að  fara aftur af stað. Fyrsti heimaleikurinn á nýju ári fer fram á morgun þegar 3. flokkur karla fær Val í heimsókn.

Við hvetjum fólk til að mæta á leikinn sem fer fram í Vallaskóla á morgun kl. 19:45. Óhætt er að búast við hörkuleik en þessi sömu lið gerðu jafntefli að Hlíðarenda í fyrri viðureign sinni í vetur.

Áfram Selfoss