3. flokkur vann Val

3. flokkur vann Val

Strákarnir í 3. flokki mættu Val síðastliðinn miðvikudag. Selfyssingar léku vel í leiknum og uppskáru 34-21 sigur.

Strákarnir voru alltaf skrefinu á undan en það var ekki fyrr en í síðari hálfleik sem liðið náði að slíta sig frá Val. Í fyrri hálfleik var munurinn lengst af á bilinu 2-3 mörk og staðan 14-11 þegar gengið var til búningsherbergja. Frábær kafli í byrjun síðari hálfleiks gerði sigurinn en snemma í honum hafði Selfoss komist 10 mörkum yfir. Lokatölur urðu sem áður segir 34-21.

Liðið heldur áfram að bæta varnarleikinn og fékk að þessu sinni hraðaupphlaup í kjölfarið. Það hefur verið góður stígandi í liðinu að undanförnu og verður hann að halda áfram ætli liðið sér að komast ofar á töfluna.