4. flokkur eldri (97) spilar í Vallaskóla á morgun

4. flokkur eldri (97) spilar í Vallaskóla á morgun

Á morgun fer fram hörkuleikur í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í 4. flokki þegar 1997 strákarnir fá Stjörnuna í heimasókn. Leikurinn fer fram kl. 20:30 í Vallaskóla en með sigri í leiknum komast strákarnir í undanúrslit. Núna er síðasti hluti tímabilsins í handboltanum að fara í gang og mesta lagi 3 leikir eftir hjá okkar fólki á þessu keppnistímabili. Til þess að þau geti komist alla leik þarf hámarkseinbeitingu og allt að smella – gaman væri að sjá fjölda áhorfenda mæta og styðja við bakið á okkar mönnum á síðustu metrunum.

Liðin mættust fyrr í vetur og þá í 8-liða úrslitum bikarsins. Unnu Selfyssingar þá 21-28 sigur eftir að hafa verið 17-15 undir í síðari hálfleik. Forvitnilegt verður að sjá hvernig fer núna en Selfyssingar ætla sér sigur í leiknum.

Fös. 12.apr.2013

20.30

Úrslit 4.ka E

 

Selfoss

Selfoss – Stjarnan