4. flokkur í undanúrslit

4. flokkur í undanúrslit

Strákarnir á yngra árí í 4. flokki eru komnir í undanúrslit í bikarkeppni HSÍ eftir hörkuleik við Aftureldingu. Selfoss seig fram úr á lokakaflanum og landaði 19-25 sigri á útivelli. Liðsheildin skilaði sigrinum að þessu sinni en strákarnir eiga nóg inni fyrir undanúrslitin.

Haukur var markahæstur með 11 mörk, Ari og Leó skoruðu 5, Stefán 3 og Sveinn eitt mark. Matthías varði 11 skot og Guðjón eitt.