4. flokkur í undanúrslitum á morgun

4. flokkur í undanúrslitum á morgun

Á morgun, þriðjudag, fer fram stórleikur í íþróttahúsi Vallaskóla þegar Selfoss mætir FH í undanúrslitum Íslandsmótsins í 4. flokki karla eldri (1997). Selfyssingar enduðu ofar í deildinni í vetur og hafa því heimavöllinn í þessum leik sem gæti skipt sköpum, sér í lagi ef stuðningur áhorfenda er góður. Leikurinn er á besta tíma, eða kl. 19:00 á þriðjudaginn.

Liðin hafa tvívegis mæst áður í vetur. Í fyrri viðureign liðanna sigraði FH 26-24 í Strandgötu í Hafnarfirði. Aftur á móti sigruðu Selfyssingar 31-23 í síðari viðureigninni sem fór fram í gryfjunni á Selfossi. Endilega fjölmennum og hjálpum strákunum í úrslitaleikinn á Íslandsmótinu!

Þri. 23.apr.2013

19.00

Úrslit 4.ka E

 

 

Selfoss – FH