4.flokkur karla silfurhafar í Íslandsmótinu

4.flokkur karla silfurhafar í Íslandsmótinu

Á fimmtudaginn síðastliðinn lék yngra og eldra ár 4.flokks karla til úrslita í í Íslandsmótinu gegn Val. Töpuðu bæði liðin eftir hörkuleiki og enduðu því sem silfurhafar. Yngra árið tapaði 23-20 í kaflaskiptum leik, þeir náðu þriggja marka forystu í seinni hálfleik en Valsmenn voru betri á lokasprettinum. Eldra árið tapaði 24-17 eftir jafnan leik framan af, Valur leiddi 12-10 í hálfleik.

Strákarnir voru svekktir að leikslokum en engu að síður getum við verið stolt af þeim.

 

Efri mynd: 4.flokkur eldra ár.

Neðri mynd: 4.flokkur yngra ár.