4. flokkur mætir Gróttu í undanúrslitum á fimmtudag

4. flokkur mætir Gróttu í undanúrslitum á fimmtudag

Á fimmtudag fer fram á Selfossi annar undanúrslitaleikur í bikarkeppni yngri flokka þegar Selfoss mætir Gróttu í 4. flokki karla. Samkvæmt heimildum voru 165 manns sem sáu 3. flokk kvenna sigra FH 32-29 í kvöld og tryggja sér sæti í úrslitaleiknum. Það er mikill fjöldi á yngri flokka leik en áhorfendur studdu dyggilega við bakið á Selfoss stelpunum í leiknum. Strákarnir eiga því möguleika á að verða annað liðið  frá Selfossi sem tryggir sér sæti í bikarúrslitaleiknum í Laugardalshöllinni en svo eiga 4. flokkur kvenna og auðvitað meistaraflokkur einnig eftir að leika í undanúrslitum. Við hvetjum fólk eindregið til að mæta í íþróttahús Sólvallaskóla og styðja strákana til sigurs en vonandi mætir svipaður fjöldi einnig á þennan undanúrslitaleik.

     

Fim. 28.feb.2013

20.00

Bikark. 4.ka

Selfoss – Grótta