4. flokkur tapaði gegn Fram

4. flokkur tapaði gegn Fram

Strákarnir í 4. flokki léku gegn Fram á sunnudag í Safamýri. Heimamenn í Fram voru öflugri framan af og voru 3-4 mörkum yfir lengst af í fyrri hálfleik. Staðan var 15-10 í hálfleik. Selfyssingar minnkuðu muninn aðeins í síðari hálfleik en að lokum unnu Framarar 26-22 sigur.

Selfyssingar voru nokkuð frá sínu besta bæði í sókn og vörn. Í vörninni náði liðið sjaldan að halda varnirnar út og klikkuðu á grunnatriðum og öðru slíku sem leiddi oft til auðveldra marka. Í sókninni völdu menn æði oft rangan möguleika og tóku ekki skotfæri og fínar opnanir sem gáfust í flest öllum sóknum. Þegar maður tekur ekki það sem er fyrir framan sig er erfitt að ætlast til þess að vinna sterkt lið eins og Fram.

Ómar Ingi var eini leikmaður Selfoss sem lék að eðlilegri getu og bar af jafnt í sókn sem vörn. Annars voru það helst Nikulás og Alexander sem léku vel í sókn en þeir gerðu góð mörk. Árni lék svo góða vörn heilt yfir.