4. flokkur vann Gróttu með 21 marki

4. flokkur vann Gróttu með 21 marki

4. flokkur eldra ár (1997) mætti Gróttu á útivelli síðastliðinn þriðjudag. Unnu Selfyssingar þar algjöran stórsigur en lokatölur urðu 14-35. Þetta er í annað skiptið í vetur sem Selfyssingar sigra Gróttu með þessum mun.

Selfoss var þrjár mínútur í gang en þá var liðið 2-1 undir. Sex mínutum seinna leiddu Selfyssingar 3-8. Munurinn jókst allan fyrri hálfleikinn og Selfoss 8-22 yfir í hálfleik. Selfoss gerði fyrstu fimm mörk síðari hálfleiksins og komið 8-27 yfir. Róaðist þá aðeins markaskorunin en að lokum vann Selfoss sem áður segir 14-35.

Það þarf ekki að greina þennan leik mikið því eins og tölurnar gefa til kynna voru Selfyssingar mun sterkari í öllum þáttum leiksins.

Einungis einn leikur er eftir í deildarkeppni 4. flokks og mun hann ráða hvaða lið verður deildarmeistari í 4. flokki. Selfoss er efst í deildinni með 36 stig í 19 leikjum. Haukar fylgja þeim fast á eftir með 34 stig í jafnmörgum leikjum. Mætast þessi tvö lið einmitt í lokaumferðinni en leikurinn mun fara fram í Strandgötunni næstkomandi sunnudag kl. 15:30.

Áfram Selfoss