4. yngri náði ekki að sigra

4. yngri náði ekki að sigra

Strákarnir á yngra ári í 4. flokki mættu FH í Kaplakrika á sunnudag. Leikurinn var jafn fram í síðari hálfleik en á stuttum kafla stungu FH-ingar af með góðum kafla og sigruðu 32-22.

Selfoss byrjaði vel og leiddi 5-6. Kom þá slæmur kafli og heimamenn komnir 9-6 yfir. Selfoss minnkaði muninn aðeins fyrir hlé og 12-10 í hálfleik. Síðari hálfleikur byrjaði svo ágætlega og jafnræði upp í 15-13. Kom þá 9-1 kafli hjá FH sem gerði út í leikinn.

Selfyssingar börðust vel framan af og léku ágætlega heilt yfir gegn sterku FH-liði. Þessi slæmi kafli um miðbik seinni hálfleik gerði út um leikinn en þá fengu Selfyssingar t.a.m. 3 brottvísanir og áttu í miklum erfiðleikum með að skora.