5. flokkur Íslandsmeistarar

5. flokkur Íslandsmeistarar

Yngra árið í 5. flokki karla tryggði sér um helgina Íslandsmeistaratitilinn þrátt fyrir að fimmta og seinasta mótið í flokknum sé enn eftir. Selfoss liðið, sem er taplaust í vetur, spilaði frábærlega og vann alla leiki sína um helgina sannfærandi.

Til hamingju með titilinn strákar!

Strákarnir voru kampakátir með titilinn ásamt Teiti og Erni þjálfurum liðsins.
Ljósmynd: Umf. Selfoss