98 með góðan sigur á ÍR

98 með góðan sigur á ÍR

98-liðið í 4.  flokki karla mætti ÍR í gær á útivelli. Selfoss vann þar nokkuð sannfærandi sigur 16-23 eftir að hafa leitt allan leikinn.

Selfoss byrjaði leikinn mun betur og komst í góða forystu. Gáfu strákarnir þá eftir og ÍR-ingar minnkuðu í 8-9 en þannig var staðan í hálfleik. Í seinni hálfleik voru Selfyssingar sterkari og náðu aftur góðri forystu sem þeir létu ekki af hendi. Lokatölur voru 7 marka sigur.

Góður varnarleikur og markvarsla hafði mikið að segja í leiknum. Vörnin er að verða einn af helstu styrkleikum liðsins og heldur það vonandi áfram í næstu leikjum. Í sókninni gerðu strákarnir oft á tíðum mjög fína hluti.

Næsti leikur 98 liðsins er gegn Val á útivelli um næstu helgi.