98 strákar unnu sannfærandi sigur

98 strákar unnu sannfærandi sigur

1998 strákarnir í 4. flokki léku fyrr í dag gegn Fjölni á heimavelli. Strákarnir voru í miklu stuði og unnu 16 marka sigur, 39-23.

Selfoss var miklu betra frá byrjun og komst í 15-5 eftir 14 mínútna leik. Staðan í hálfleik var 25-11. S.s. eitt mark skorað á hverri leikmínútu. Strákarnir gáfu aðeins eftir varnarlega í seinni hálfleik en þó jókst aðeins við muninn.

Flottur sigur og gaman að sjá strákana mæta svona tilbúna í leikinn og klára hann strax í byrjun. Selfoss hefur nú unnið 4 af seinustu 5 leikjum í þessum árgangi.