Adina til liðs við Selfoss

Adina til liðs við Selfoss

Handknattleiksdeild Selfoss hefur gert samning við Adina Ghidoarca, en hún er 28 ára rúmensk stelpa sem spilar alla jafna sem vinstri skytta.

Hún æfði með liðinu í sumar og stóð sig það vel að henni var boðinn samningur við félagið. Adina spilaði áður í Færeyjum og Tyrklandi.

Þess má geta að fyrir hjá Selfoss er landa hennar Carmen Palamariu og verða þær báðar í sviðsljósinu með Selfoss á Ragnarsmótinu í kvöld.

Adina t.v. og Carmen.
Ljósmynd: FimmEinn.is